Leiktíðinni lokið hjá Gasol

24.feb.2016  14:02 nonni@karfan.is

Marc Gasol leikur ekki meir þessa vertíðina í NBA deildinni en hann fór nýverið í aðgerð vegna fótbrots. Í tilkynningu frá Memphis Grizzlies segir að búist sé við fullum bata leikmannsins en að þessari leiktíð sé lokið hjá Spánverjanum stæðilega.


Marc Gasol var ekki með Spánverjum síðasta haust þegar liðið varð Evrópumeistari og því má reikna með að kappinn sé ólíklegur til að vera í lokahóp Spánverja sem keppir á Ólympíuleikunum í Río De Janeiro í sumar. 

Gasol er með 16,6 stig og 7 fráköst að meðaltali í leik þetta tímabilið en Grizzlies hafa náð inn í úrslitakeppni vesturstrandarinnar síðustu fimm ár í röð. Á hans gæti það orðið erfitt en staða liðsins er 32-23 og liðið í 5. sæti á vesturströndinni um þessar mundir. Hvort það haldist án Gasol verður að koma í ljós en liðið hefur bætt við sig miðherjanum Chris Andersen, P.J. Hairston og Lance Stephenson í skiptum fyrir Courtney Lee og Jeff Green.