13-13 leikur hjá Axel gegn SISU

24.feb.2016  21:22 nonni@karfan.is

Axel Kárason var rétt í þessu að klukka sterka tvennu í dönsku úrvalsdeildinni þegar Svendborg Rabbits höfðu 98-79 sigur á SISU. Axel gerði 13 stig og tók 13 fráköst á rúmum 35 mínútum í leiknum en stigahæstur hjá Svendborg var Brandon Rozzell með 25 stig.

Með sigrinum tókst Svendborg að jafna Næstved í 3.-4. sæti deildarinnar með 30 stig.