Hörður með átta stig í sigri í mikilvægum sigri

Trikala berst fyrir sætinu og úrslitakeppninni

23.feb.2016  12:31 nonni@karfan.is

Hörður Axel Vilhjálmsson skoraði 8 stig í gærkvöldi, tók 6 fráköst og gaf 2 stoðsendingar þegar Trikala BC Aries hafði sigur á Cretan Kings í grísku úrvalsdeildinni. Lokatölur voru 87-58 Trikala í vil sem landaði þar mikilvægum stigum í klassískri ÍR baráttu eins og mætti kalla það en Trikala er að berjast við að halda sæti sínu í úrvalsdeildinni í Grikklandi og á einnig möguleika á sæti í úrslitakeppninni.


Um þessar mundir er Trikala í 10. sæti deildarinnar með 27 stig en liðin í 9. og 10. sæti hafa 28 stig. Það er ekki langt í botnliðin en Kavala á botninum hefur 24 stig svo það þarf ýmislegt að ganga upp hjá Herði og félögum svo liðið nái sínu fyrsta markmiði sem er að halda sætinu í deildinni. 

 

Sex leikir eru eftir í deildinni hjá Trikala en deildarkeppninni lýkur ekki fyrr en þann 23. apríl næstkomandi þar sem mikið er fært til í deildarkeppninni vegna þátttöku Olympiacos og Panathinaikos í Euroleague (Evrópukeppni félagsliða). 

Staðan í grísku úrvalsdeildinni
 

GROUP POINTS GAMES VICTORIES - ITTES WITHIN SIXTH POINTS +/- TEAMS TIED 
PTS AVER
IN BETWEEN FACTOR 
GAMES
TEAMS TIED 
PTS AVER
IN ALL FACTORS 
GAMES
OTHER 
POINTS
OLYMPIC 39 20 19-1 10-0 9-1 1677 - 1274 3 1.07194 - 1.31633 403
PANATHINAIKOS 39 20 19-1 10-0 9-1 1611 - 1335 3 0.93289 - 1.20674 276
AEK 36 20 16-4 8-2 8-2 1522 - 1378 - - - 1.10450 144
MARS 35 20 15-5 9-1 6-4 1552 - 1330 - - - 1.16692 222
Kifissia 30 20 10-10 6-4 4-6 1509 - 1502 - - - 1.00466 7
COLOSSUS H HOTELS 28 20 8-12 6-4 2-8 1458 - 1509 10 1.10152 - 0.96620 -51
RETHYMNO CRETAN KINGS 28 20 8-12 7-3 1-9 1476 - 1576 9 0.97269 - 0.93655 -100
APOLLO II. CARNA 28 20 8-12 5-5 3-7 1389 - 1492 7 0.95087 - 0.93097 -103
PAOK 28 20 8-12 5-5 3-7 1472 - 1485 7 0.97214 - 0.99125 -13
Trikala BC ARIES 27 20 7-13 6-4 1-9 1479 - 1575 4 1.14493 - 0.93905 -96
KOROIVOS 27 20 7-13 3-7 4-6 1374 - 1535 2 0.87342 - 0.89511 -161
LAVRIO GA 26 20 6-14 5-5 1-9 1461 - 1567 - - - 0.93235 -106
ARKADIKOS 25 20 5-15 4-6 1-9 1364 - 1604 - - - 0.85037 -240
KAVALA 24 20 4-16 3-7 1-9 1369 - 1551 - - - 0.88266 -182