Slóvakabaninn kemur ekki til Íslands

23.feb.2016  15:05 nonni@karfan.is

Ísland og Ungverjaland mætast annað kvöld í Laugardalshöll í forkeppni kvenna fyrir EuroBasket 2017. Ungverjar eru efstir í E-riðli forkeppninnar eftir eins stigs sigur á Slóvökum í síðasta leik. Ungverjar telfdu þá fram hinni bandarísku Alexandria Quigley sem leikur með ungverskt ríkisfang. Quigley skaut Slóvaka í kaf og lauk leik með 27 stig. Hún var einnig liðsfélagi Helenu Sverrisdóttur þegar þær voru báðar á mála hjá Good Angels Kosice en Quigley er núverandi leikmaður Chicago Sky í WNBA deildinni.


Íslenska liðinu er það kannski til happs að Quigley komi ekki til landsins sé tekið mið af þeim leikmannahóp sem Ungverjar hafa þó boðað. Vissulega hefði verið gaman að sjá WNBA-leikmann spreyta sig í Laugardalshöll en við verðum bara þess aðnjótandi síðar. Mikilvægast er um þessar mundir að fjölmenna í Höllina og styðja við bakið á Íslandi í leit að sínum fyrsta sigri í riðlinum. 

 

Kvennalandslið Íslands gaf Ungverjum góða mótspyrnu í leiknum ytra þar sem heimakonur sigldu þó framúr þegar leið á leikinn. Þar reyndist hin öfluga Tijana Krivacevic íslenska liðinu erfið en hún er á mála hjá Orduspor í Tyrklandi.

 

Mynd/ Quigley í leik með Chicago Sky í WNBA deildinni.


MIÐASALA Á ÍSLAND-UNGVERJALAND