"Herða sig Lebron!!" Myndband

23.feb.2016  12:27 Skúli Sig (skuli@karfan.is)

Kona á besta aldri lét Lebron heyra það!

Lebron James er ekki yfir gagnrýni hafinn og þá síður en svo af þeim sem greiða fyrir dýrustu sætin í húsinu.  Lebron fékk dæmda á sig villu nýverið í leik gegn Oklahoma á heimavelli þeirra Oklahoma manna.  Lebron virtist ekki alveg sammála dómaranum og var í þeim sporum að malda í móinn. Þá fékk dómarinn "hjálp" úr óvæntri átt þegar kona á besta aldri kallaði úr  einu af dýrari sætum hússins "Just suck it up Lebron" sem lauslega má þýða "Hertu þig drengur"  Lebron hefur góðan húmor fyrir þessu og eftir leik henti hann atvikinu á Instagram reikning sinn og sagði þar að sú hafi svo sannarlega sagt honum til syndanna.  Hægt er að sjá herlegheitin hér að neðan

 

I guess she told me!! Hahahaha #JustSuckItUpLeBron #NoMomo #Classic

A video posted by LeBron James (@kingjames) on